6.6.2006 | 01:13
Fyrsta bloggfærslan
Halló halló,
nú er einungis mánuður í stóra ferðalagið okkar Ödda. Við erum orðin mjög spennt en það er samt frekar erfitt að plana svona langt og mikið ferðalag. Við þurfum að ákveða hvert ætlum við að fara, hvað ætlum við að vera lengi og hvað við ætlum að taka með okkur. Svo þurfum við auðvitað að redda okkur vegabréfsáritunum til að komast til sumra landa, fara í bólusetningar o. fl.
Þegar þar að kemur munum við segja alla ferðasöguna hér og vonandi getum við líka sett inn skemmtilegar myndir.
Kveðja,
Anika
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)