Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Home sweet home ...!!
Hæ og hó ! Þið verðið sótt á flugvöllinn, af skemmtilegasta fólkinu...ég er alveg rosa spennt. Allir eru frekar öfundsjúkir að fá ekki að koma að sækja ykkur en við getum ekki sótt ykkur á vörubíl til að allir komast fyrir. Næst skemmtilega fólkið fær bara að hitta ykkur 22.des. Na na na na na! Komið þið ekki svo seint. kv. Ein af skemmtilega fólkinu...(H)(A)(L)(L)(A)
Halla (Óskráður), þri. 19. des. 2006
Skelaboð og grín..... :-)
Jæja ! Tað er búið að skjóta upp jólaseríu á svalirnar hjá ykkur, á 5.hæð, nú búið þið ekki mikið lengur undir yfirborði sjávar. Það jafnast ekkert á við góða kalda norðanátt með hraglanda og skafrenningi ;-)Það voru 25 stelpur í afmæli hjá Höllu,farið í verkefna/stöðvaleiki með kertagerð, spurningakeppni, videoupptökum af X-factor, Tekinn og fleira, mikið grín og gaman. Hörður að spila á tónleikum á meðan+spilar á morgun á 3 stöðum. Ætlum að koma upp rúminu ykkar um helgina og setja hita á íbúðina (+35) er það nóg ???? Verðið þið ekki að fá ykkur vatnsrúm ? eða verðið þið í afvötnun í baðkarinu ! Setti míg í gír, kveðj´úr Tjarnarmýr. M+BH.
Mamma og Bjarki (Óskráður), fim. 14. des. 2006
Sæl og blessuð
Nú er alveg að koma að því. Ég hlakka til þegar þið komið heim. ekki er ég ein um það, við bíðum öll spennt eftir ykkur. Frábært ferðalag þetta. Mjög gaman að lesa það sem þið hafið upplifað. Þetta hefur verið sannkallað ævintýri og þið eftir að muna alla ykkar ævi. Til hamingju með þetta. Sjáumst bráðlega, ma
Systa (Óskráður), mið. 13. des. 2006
Hæ hæ og hó hó
Þvílíkt æfintýri. Liggur ekki beint við að gefa út ferðabók, matreiðslubók og halda matreiðslu og köfunarnámskeið. Tveir eru komnir á biðlista. Pabbi og Fríða (Öddi gæti hætt hjá Dominos)
Böðvar Guðmundsson (Óskráður), þri. 12. des. 2006
hæ, hæ
Mikið rosalega er gaman að lesa síðuna ykkar. þetta er greinilega rosalegt ævintýri, mikið væri ég til í að prófa þetta einverntíman. Hafið þið það sem allra best. Kærar kveðjur frá liðinu á Hæli. kv, Halla Sigga.
Halla Sigga (Óskráður), mán. 11. des. 2006
Sláandi skemmtileg þessi síða ykkar.
Vorum í ammmæli hjá Höllu í Tjarnarmýrinni áðan. 2800 kaloríur lágmark......Haddi.
Halldór J Theodórsson (Óskráður), sun. 10. des. 2006
Fréttir úrTjarnarmýri.
Sæl elskuleg ;-) Hér á bæ er mikil tilhlökkun að fá ykkur til baka. Það er afmæli í nánd, próflestur hjá krökkunum og aðventan er jú hafin. Við hlökkum mikið til að vera boðin í tælenskar tilraunir...HP og Helga eru á Kúbu,koma heim 16.des. Halla lenti í fáviðri þegar hún fór með Herjólfi til Eyja,en stóð það af sér. Hörður bíður spenntur eftir að mæla sig í hæð við ykkur. Þúsundkossaknús :-\Mamma og Bjarki.
Þórdís Einarsdóttir (Óskráður), þri. 5. des. 2006
Bara geggjað..
Slef.. öfund.. Vá mikið rosalega öfunda ég ykkur! Bestu kveðjur, Fríða Rut
Fríða Rut (Óskráður), þri. 14. nóv. 2006
Hæhæ :)
Það er rosalega gaman að sjá myndirnar og sérstaklega þegar þið eruð líka á þeim híhí :) Ég hlakka rosalega til þess að fá ykkur heim því ég er farin að sakna ykkar svolítið. Góða skemmtun áfram og passið uppá hvort annað eins og þið hafið gert hingað til :) Kossar og knús. P.S. Ykkur er boðið í afmælispartýið mitt næsta föstudagskvöld, 17.nóv, það er hattaþema svo mætið með höfuðfat hahahaha ;)Gunný
Gunnhildur Böðvarsdóttir (Óskráður), mán. 13. nóv. 2006
Heimsborgarar
Sæl bæði tvö. Fór í gær til Dísu að skoða myndirnar frá köfuninni hjá ykkur. Það var mjög gaman að sjá ykkur á hreyfingu. Þið svo fim og flink og parið var ekki síðra sem var með ykkur. Ekkert smávegis fallegt þarna niðri í undirdjúpinu. Flottar myndir sem eru núna líka,(gott að sjá af ykkur líka, elskurnar mínar) myndin af Kínamúrnum er frábær og fallegt fyrir utan Forboðnu borgina. Allt alveg meiri háttar. Vona þið haldið áfram að hafa það gott. Hér í Reykjavík er ekki kominn vetur en það var samt brjálað veður, ofsrok, um helgina síðustu, mjög slæmt fyrir norðan og austan land. Bestu kveðjur og þúsund kossar. Mamma
Systa (Óskráður), þri. 7. nóv. 2006
Góða kvöldið
Var að skoða myndirnar aftur og fann eina af ykkur með sænsku stelpunum og þið eruð svo falleg. Þetta allt saman er frábært hjá ykkur og það er ekkert smávegis sem þið eruð að upplifa þessa mánuði og eruð eftir að muna eftir þessu alla ævina. Ég er ekki búin að sjá CD diskinn frá ykkur. Það kemur að því vonandi fljótlega. Ég held þið séuð farin frá Peking og eruð eflaust þá í Kambódíu en vona bara að þið hafið það gott. Heyrumst brátt. ma
Systa (Óskráður), fös. 3. nóv. 2006
Halló elskurnar mínar
Halló elskurnar mínar. Gott að heyra í ykkur hljóðið í morgun. Þessi heimasíða ykkar er alveg frábær. Gaman að lesa um allt það er á daga ykkar drífur og það er ekkert smávegis. Þetta er einstakt að geta séð allt sem þið hafið séð og upplifað er hreint og beint magnað. Myndirnar eru líka frábærar. Langar svolítið að sjá eina og eina mynd af ykkur elskurnar, því ég er farin að sakna ykkar töluvert mikið og hlakka óskaplega mikið til að þið komið heim. Svo er líka svo gaman að vita að ykkur virðist líða svo vel og er gott að vita það. Héðan er allt gott að frétta. Ég er bara í vinnunni og hef það fínt. Frá Hafnarfirði er það að frétta að hjónin hafa það gott og börnin stækka og stækka, Emilía og Kristófer hugsa oft til ykkar og skilja ekki alveg hvar þið eruð. Daníella er orðin átta mánaða gömul. Hún er komin með fjórar tennur. Hún er kröftug og dugleg telpa, hefur verið að skríða aftur á bak nú í nokkurn tíma en í vikunni byrjaði hún að komast áfram og er ákaflega glöð og montin með sig svo núna er´hún að bæta í og reyna að standa upp við alla hluti. Svo það þarf að hafa mikið auga með henni. Veðrið er bara gott og búið að vera það í haust, fyrsti vetrardagur var á laugardag og helgin fór í brjálað rok hjá veðurguðunum. Annars allt í sóma og gengur vel. Þúsund kossar til ykkar.ma
Margrét Berndsen (Óskráður), lau. 28. okt. 2006
hæ..búin að commenta..
hæ! Þetta er ekkert smá flottar myndir... æjjj þessir apar eru algjörar rúsínur (gaman að eiga 2 svona kríli... þið megið alveg fá einn lánaðan fyrir mið :$..roðn kall) Ég tal niður dagana.. það eru 56 dagar eftir :):( bæði gott og vont (gott að það er bara þetta eftir en vont að þetta er allt eftir). Ég er að fara til vestmannaeyja á morgun klukkan 10:10 á íslenskum tíma .. verða að fara pakka er enþá illt í hælnum:( en er búin að láta hanna innlegg bæði fyrir hælinn og því ég labba ekki alveg "perfect" á góðri íslensku:S.Hef það ekki lengra bæbæ!%u2665%u2665%u2665%u263A
halla (Óskráður), fim. 26. okt. 2006
Váááááááááá
Hæ djöfull eruði miklir snillingar, eigið eftir að búa að þessu alla ævi og eflaust eftir að sjá ein eða tvenn öfundar-augun seinna meir :-) Vonandi hafiði það sem allra best Hilsen frá DK Siggi, Mæja og Ásdís Arna
Siggi, Mæja og Ásdis Arna (Óskráður), fim. 19. okt. 2006
Takk fyrir kortið ;)
Hæ elsku vinir! Þökkum kærlega fyrir mjög skemmtilegt kort sem var að berast til okkar, það er ekki á hverjum degi sem við fáum póstkort, hvað þá frá Ástralíu!! Gaman að fylgjast með ferðalagi ykkar, það vottar fyrir smá öfund annað slagið en við þraukum :) Bestu kveðjur Gerður og Jónsi
Gerður og Jónsi (Óskráður), mið. 18. okt. 2006
ciao bellissimi!!!!:):)
Hæ hæ krúsídúllurnar mínar.Það er svo gaman að lesa um ferðalagið ykkar og að sjá myndirnar. Ég, Fabio og mamma vorum að skoða myndirnar frá Melbourne og Sindney. Kóalabirnirnir alveg svakalega sætir eins og þið tvö híhí :) Góða skemmtun kossar og knús, Gunný og Fabio.
Gunnhildur (Óskráður), mið. 27. sept. 2006
hæ hæ
Hæ hæ Vona að þið kafið nú ekki heim!! :/ bið að heilsa Sydney og skilaðu til hennar að við sjáumst eftir svona ár :))))) Við ætlum í svona ferð næsta júní og vera í hálft ár Kv. Guðrún Valdís
Guðrún Valdís (Óskráður), fös. 22. sept. 2006
Balifarar
Sæl og blessuð Ástralíufarar. Þið farið víst á morgun og búin að hafa það glæsilegt á Balí. Hlýtur að hafa verið gott að komast í ró og næði og hugsa um það sem fyrir ykkur hefur borið undanfarnar vikur. Við Brynja og Gunný vorum að spá í hvað við söknuðum ykkar um daginn og föttuðum þá að þið væruð eftir að vera helmingi lengur í burtu en þann tíma sem liðinn var frá því þið fóruð út. Hafið það sem allra, allra best. Ég týndi GSM símanum eins og þú veist núna Anika mín, svo ég hef ekki hringt neitt né sent SMS vona að það rætist úr þessu símaleysi mínu bráðum. Kveðja ma
Systa (Óskráður), fim. 14. sept. 2006
Dísa og Svenni
Hæ hó ævintýrafarar....það er búið að vera rosalega gaman að fylgjast með heimsreisunni ykkar :)Frábærar frásagnir og flottar myndir. Allt fínt að frétta af klakanum. Við fórum til Fuerteventura í ágúst í tvær vikur og var það mjög fínt. Hvítar strendur og letilíf út í eitt. Það má með sanni segja að haustið sé að koma á Íslandi. Búið að vera skítkalt síðustu daga....buurrri...burrr....Það er þó einn ljós punktur í þessu öllu saman en Magni í Á móti sól er komin í 4 manna úrslít í Rockstar Supernova. Íslendingar eru alveg að tapa sér yfir þessu öllu saman og þar á meðal ég (Dísa). Búin að vaka til svona hálf 4 á þriðjudagsnóttum og kjósa eins og brjálæðingur.... Haldið áfram að njóta lífsins og hafið það sem allra best Kveðja Dísa og Svenni
Herdís E. Kristinsdóttir (Óskráður), mán. 11. sept. 2006
Hæ elskurnar
Hæ elsku dúllurnar mínar. Frábært hjá ykkur að taka köfunina með trompi og læra meira í þeim kúnstum. Æðisleg myndin af ykkur neðansjáfar. Væri alveg til í að læra að kafa. Öruklega frábær upplifun. Erum búin að vera yðin við að tína rifsber í haust og fjölskyldan fór svo í berjamó um síðustu helgi í frábæru veðri. Fundum fullt af krækiberjum en aðeins tvö bláber. Hafið það sem allra best elskurnar. Kveðja Brynja systir.
Brynja Böðvarsdóttir (Óskráður), sun. 10. sept. 2006
Kafarar
Sæl og bless elskurnar. Það er naumast að það er gaman hjá ykkur, farið bara á annað námskeið. Reyndar finnst mér það frábært hjá ykkur því þið lærið svo miklu meira og verðið öruggari með ykkur í listinni að kafa. Allt gott að frétta héðan. Búið að vera hlýtt og gott veður undanfarið og frábært um síðustu helgi. Mér líst vel á ykkur. Þúsund kossar og rosaknús. Ma
Systa (Óskráður), þri. 5. sept. 2006
Ferðagögn komin
Sæl elskuleg, ferðagögn til Asíu voru að berast. Hægt er að fylla þetta út á netinu, en það eru ferðaupplýsingar í þeim sem þið þyrftuð.Sendið okkur adressu á einhverju hóteli sem við getum svo sent umslagið til. Við verðum á ferðalagi frá 12.sept til 22.sept,förum til Hannesar í Helsinki og þaðan til Pétursborgar.Það kom líka pakki, á að opna hann eða setja hann í geymsluna ? Skólinn byrjaður,allt í góðu. Ástarkveðjur,Mamma,Bjarki og krakkarnir.
Bjarki Harðarson (Óskráður), þri. 29. ágú. 2006
Halló elskurnar mínar
Frábærar myndir, var að skoða þær. Furðulegt að sjá þessa fátækt í myndunum frá Indlandi. Ruslatunnur virðast ekki vera til þarna í þessum heimshluta, allavega í sumum hverfum í landinu. Sérstakt að sjá svo virkin og musterin sem eru svo ríkulega skreytt og falleg. Þið eruð búin að láta bera ykkur í gullstól, sitja á fílsbaki og margt fleira. Þetta hlýtur að verða eftirminnanlegt fyrir ykkur að hafa komist í tæri við alla þessa framandi menningu. Gangi ykkur vel að læra að kafa. Mér hefur verið sagt að það sé alveg ædislegt að kafa. Passið að sparka ekki í kórallana. Allt gott að frétta héðan. Daníela litla fór í fyrsta skipti í sund í dag, rétt rúmlega sex mánaða gömul og skemmti sér mjög vel. Kristófer og Emilía eru mestu sundgarpar og hafa sýnt systur sinni eflaust ýmsar kúnstir. Veðrið hefur verið mjög gott undanfarið og er bót á því sumri sem hefur verið, en verst að flestir eru farnir aftur að vinna eftir sumarfrí. Fullt og kossum og knúsi til ykkar. Kveðja mamma
Margrét Berndsen (Óskráður), sun. 27. ágú. 2006
Sæl og blessuð
Mikið væri gaman að vera komin til ykkar til Indlands. Góða skemmtun bæði tvö. Gússý
Ágústa Guðmundsdóttir (Óskráður), sun. 6. ágú. 2006
Hæ hæ Anika og Öddi
Hæ hæ ferðamýsnar mínar ;)Það er rosalega gaman að lesa um ferðalagið ykkar og það er mjög skrítið að hugsa að þið eruð einhvers staðar á Indlandi núna, er ekki alveg svakalega áhugavert að vera þar? Ég er núna búin að búa í nýju íbúðinni í rúmar tvær vikur en það er búið að vera skrítið því að Fabio er búinn að vera á Ítalíu eiginlega alveg síðan við fluttum inn, en hann kemur svo heim á morgun. Svo komu stelpur í vinnunni til mín um daginn til að sjá íbúðina og ein þeirra nýrri spurði hvort ég byggi þarna ein og ég sagði án þess að hugsa; Já ég geri það. haha. Ég held að það sé loksins orðið smá sumar hérna svona rétt áður en það kemur vetur eða mér var allaveganna mjög heitt í vinnunni í dag. En ég vona að þið skemmtið ykkur vel,kossar og knús. Gunný
Gunnhildur Böðvarsdóttir (Óskráður), þri. 1. ágú. 2006
Margrét Berndsen
Komið þið sæl elsku Anika mín og Öddi. Nú eruð þið búin með Evrópu og á leið til Asíu. Hugsið ykkur, búin að vera að ferðast í heilan mánuð í Evrópu, það hlýtur að vera sérstakt að vera svona lengi í burtu að heima og það á ferðalagi. Það er gaman að fylgjast með ykkur á bloginu, skemmtilegur texti og góðar myndir hjá ykkur. Gekk vel að finna flugvélina til Bombay í gærkvöldi.. Þið eruð eflaust lent þar núna, og verið erfitt að fljúga svona lengi, vona að flugvélin hafi verið þægileg. Er þetta ekki furðulegt að vera komin. Þið þurfið nú að kaupa ykkur pollagalla og stígvél, he, he. Það verður spennandi að heyra muninn á hótelum og öllu öðru í þessum tveimur heimsálfum. Hlakka til að lesa meira af ferðalaginu ykkar. Allt gott að frétta héðan. Í dag er fjórði sólardagurinn hér í Reykjavík, eða þannig, hefur verið þokkalega hlýtt síðustu tvær vikurnar. Gangi ykkur vel elskurnar mínar og farið varlega. Kossar og knús, mamma.
Margrét Berndsen (Óskráður), þri. 1. ágú. 2006
Hæ aftur
Það var æðislegt að heyra í þér í dag elsku Anika mín. Var að skoða myndirnar sem þið voruð að setja inn og þær eru flottar. Gleymdi að segja þér í dag skemmtilegar fréttir frá Mumma frænda en hann er að verða pabbi í september, voða gaman. Hafið það sem allra best elskurnar. Kveðja Brynja.
Brynja Böðvarsdóttir (Óskráður), fös. 28. júlí 2006
Flakkara Turtildúfur
Elsku Anika og Öddi. Gaman að fylgjast með heimsreisunni. Gott að heyra í ykkur um daginn og takk fyrir SMS skilaboðin. Kveðja til Frankfurt og góða ferð til London á mánudaginn. Ástarkveðja Pabbi og Fríða.
Böðvar Guðmundsson (Óskráður), fim. 27. júlí 2006
Komiði sæl og blessuð
Gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur. Gússý og Óli.
Ólafur Gunnarsson (Óskráður), mið. 26. júlí 2006
Anika og Örn
Mikið óskaplega er gaman að lesa um allt þetta mikla ævintýri ykkar. Amma Ásta byður kærlega að heilsa og segir að hún ætli að reyna að fara í svona ferðalag í næsta lífi. Farið varlega. Einar og Björg
Einar Gudmundsson (Óskráður), þri. 25. júlí 2006
´Hæ, hó
Hæ, hó. Það hlaut að vera ég. Hafði farið úr tölvunni hjá Brynju án þess að innskrá mig, var að flýta mér, þess vegna kom ekkert frá mér um daginn. Ég vil líka þakka ykkur fyrir myndirnar sem mér finnst frábært að sjá. Frábært hjá ykkur allt saman. Kveðja ma
Margrét Berndsen Systa (Óskráður), lau. 15. júlí 2006
Aftur kveðja frá mömmu!!!!
Sæl aftur elskurnar mínar. Ég skrifaði um daginn frá Brynju tölvu en það hefur ekki komist til skila. Það var nú bara um það að ég vona að ykkur líði vel elskurnar mínar og njótið þess að vera saman. Sagði ykkur líka frá veðurfarinu á Íslandi hinu fagra og góða. Get sagt ykkur að það hefur ekki skánað, frekar vesnað og það til muna, endalaust mikið rok og rigning. Það var gaman að tala við ykkur í símann áðan og gott að Gunnhildur og Fabio voru líka heima. Þau ætla að sofa á Hringbraut fyrstu nóttina sína í nótt. Hafið það gott í Búdapest, vona þið komist þangað fyrir nóttina. Elska ykkur. Kossar og knús frá mömmu.
Margrét Berndsen - Systa (Óskráður), lau. 15. júlí 2006
Hæ elskurnar
Gaman að sjá nýju myndirnar. Emilía og Kristófer biðja að heilsa og vona að þið skemmtið ykkur vel í ferðinni. Sudda leiðinlegt veður hér og lítið annað hægt að gera en að kúldrast innan dyra. Sjáum á myndunum að það er annað og betra veður hjá ykkur dúllurnar mínar. Bestu kveðjur frá Klettagötugenginu.
Brynja Böðvarsdóttir (Óskráður), fös. 14. júlí 2006
BARNASÖGUR :)
Ef þið viljið fréttir af klakanum.......aðallega barnasögur :) http://www.blogg.central.is/helgafjola
Helga Fjóla Sæmundsdóttir (Óskráður), þri. 11. júlí 2006
HAVE FUN!!
...það er líka gaman hjá okkur á klakanum. Það var nú svo spennandi í nótt að tjald sem ég hafði skellt upp í garðinum hjá mér FAUK og hefur ekki sést síðan!! Góða skemmtun :)
Helga Fjóla Sæmundsdóttir (Óskráður), þri. 11. júlí 2006
Bara gaman!!!
Hæ hæ elsku pakk vonandi eigiði eftir að skemmta ykkur alveg sjúklega vel, kannski smá erfitt svona með Ödda með, en allavegna að reyna híhíhíhí. Hlökkum til að fylgjast með ykkur. Virðist allavgna byrja á smá fjöri híhíhíhí Kossar og knús Siggi, Mæja og Ásdís Arna
María (Óskráður), sun. 9. júlí 2006
"Break a leg"
Hæ hó! Jæja nú er komið að brottför hjá ykkur kæru vinir, það var leitt að ná ekki að sjá ykkur almennilega fyrir brottför en við óskum ykkur auðvitað mikið góðrar ferðar og vonum að þið hafið það sem allra best í ævintýraferðinni - ferðaplanið hljómar mjög vel ;) Svo vitið þið bara af okkur á Krít 17.-31. júlí ef þið eruð nálægt hehe :) Annars hlökkum við til að fylgjast með ykkur hér á síðunni og hvetjum ykkur eindregið til að vera dugleg að láta vita af ykkur. Bestu kveðjur Gerður og Jónsi
Gerður (Óskráður), mán. 3. júlí 2006
Síðan Anika!!;-)
http://www.tinypic.com/ sjáumst í Desember. kv. Halla (enn og aftur).
Halla (Óskráður), mán. 26. júní 2006
Bannerarnir
http://i4.tinypic.com/15q6p7s.jpg og http://i3.tinypic.com/15q6pg1.jpg Þið ráðið hvort þið hafið ef ykkur langar að hafa þá! kv. Halla P.S. Ef ykkur fynst þeir ljótir þá er það ekki málið því ég var í enga stund með einn banner valla 1. min!
Halla Margrét (Óskráður), mán. 26. júní 2006
Góða ferð!!
hæ! Góða ferð og skemmtið ykkur vel. Farið verlega...! Skrifið bara nógu oft í dagbókina og setjið kannski myndir svo við getum fylgst með. kv. Halla Margrét P.S. Til hamingju með prófið Anika;);):)..
hallaa (Óskráður), sun. 25. júní 2006