Brot af því besta

Senn líður að lokum ferðarinnar. Ferðin hefur verið mjög vel heppnuð og við höfum ekki lent neinum teljandi erfiðleikum hingað til (7 9 13). Við höfum komið við í 26 löndum eða landshlutum. Þá höfum við flogið 26 sinnum og gist á 60 stöðum, þ.e. hótelum, gistihúsum, heimahúsum, lestum eða skipum. Við erum því orðin nokkuð sjóuð í ferðalögum og nokkuð vön að sýna vegabréfið okkar og fylla út komu- og brottfararspjöld.

 

Þar sem ferðin er næstum á enda langar okkur að hafa nokkur orð um það sem okkur fannst skemmtilegast og benda á staði við mælum sérstaklega með fyrir ykkur að heimsækja. Við höfum útbúið nokkra vinsældarlista þar sem við nefnum brot af því besta. Úr mörgu er að velja og því má ekki líta svo á að það sem kemst ekki á lista sé mjög leiðinlegt. Við höfum ekki séð eftir að heimsækja neinn stað. Allt sem við höfum séð og gert hefur verið áhugavert á sinn hátt og skráist í reynslubunkann okkar. Hins vegar eru nokkrir staðir sem hafa skarað fram úr og verið sérlega áhugaverðir eða skemmtilegir. Staðirnir eru ólíkir eins og þeir eru margir. Við dvöldumst þó mislengi á hverjum stað og náðum því að kynnast þeim misvel. Því fá sumir staðir ef til vill ósanngjarnarn samanburð.

 


Fimm bestu borgirnar / bæirnir:

   1.  Sydney -  Ástralía - Eyjaálfa 

Ástæðan fyrir Sydney á listanum er ef til vill sú að borgin bíður upp á svo mikið. Þyrluflug,   óperutónleika, strandferðir, búðarrölt, fjölbreyttan mat og svo er stutt í fallega nátturuna í kring eins og Bláu fjöllin (Blue Mountains).

   2.  Prag - Tékkland - Evrópa

Í Prag má sjá byggingarlist Evrópu í hámarki. Þar er ótrúlega mikið af fallegum byggingum, gaman að rölta um miðbæ Prag og líta í kringum sig. Bjórferðirnar í stórn hins skemmtilega Ivan gerði ferðina til Prag líka ennþá betri.

   3.  Luang Prabang - Laos - Suðaustur Asía

Rólegur og fallegur bær. Bærinn bíður kannski ekki upp á mikið en ótrúlega sjarmerandi og er gott að rölta áhyggjulaus um bæinn. Fólkið í Laos er líka mjög kurteist og gestrisið.

   4.  Kho Phi Phi eyja - Taíland - Suðaustur Asía

Falleg eyja, margt hægt að skoða í kringum eyjuna og veitingastaðirnir flestir mjög góðir. Mjög þægilegt andrúmsloft og gott að slaka á á eyjunni. 

   5.  Pingyao - Kína - Asía

Gamall og rólegur bær. Gaman að sjá hvernig byggingarstílinn í Kína var áður fyrr.

   6.  Cheský Krumlov - Tékkland - Evrópa

Gamall og rólegur bær. Fallegur kastali á hæðinni og á liggur í kringum bæinn. Gaman að sjá hvernig byggingarstílinn í Tékklandi var áður fyrr.

 

Sex bestu byggingarnar / mannvirki

  1. Taj Mahal á Indlandi
  2. Kínamúrinn
  3. Angkor Wat í Kambódíu
  4. Terragotta hermennirnir í Kína
  5. Þinghúsið í Búdapest
  6. Hellarnir á Fílaeyju á Indlandi

 

Fimm bestu náttúruperlurnar / útivist

  1. Suður Nýja Sjáland (sáum því miður lítið af Norður eyjunni)
  2. Alpafjöllin í Evrópu
  3. Phi Phi eyja í Taílandi
  4. Yangste áin í Kína
  5. Eyðimörkin í Jaisalmer á Indlandi
  6. Bláu fjöllin í Ástralíu

 

Við mælum svo sérstaklega með því að fara í siglingu með skemmtiferðarskipi (úr mjög mörgum siglingarleiðum er að velja). Það er mjög þægilegt að ferðast með skemmtiferðarskipi og fannst okkur gaman að heimsækja staði sem maður hefði annars aldrei séð eins og Vladivostok í Rússlandi.

Við mælum auk þess sérstaklega með að fólk fari til Taílands þar sem það er ódýrt, maturinn er góður, þar eru fallegar eyjar, sól og hiti. Einnig mælum við með að fólk læri að kafa og þá sérstaklega í Malasíu eða Taílandi þar sem það er mun ódýrara heldur en t.d. í Ástralíu.

 

Þetta er búið að vera algjört ævintýri og það verður erfitt að koma heim í kuldann og raunveruleikann. Við hlökkum þó mikið til að hitta fjölskyldu okkar og vini. Þetta er búið að vera meiriháttar ævintýri og aðeins verður tímaspursmál hvenær lagt verður af stað í næstu ferð. Það verður þó erfitt að toppa ferðalagið sem nú er að ljúka.

 

 

Kveðja,

 

Ö og A

 



 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband