Hvitar strendur, mannabein, logbrot, fjoll og joklar

Saelar,

nu hofum vid ekid um 3.500 km um Astraliu og Nyja Sjaland og var frabaer upplifun. Einnig er mjog serstakt ad aka um i vinstri umferdinni en thad hefur tho gengid afallalaust.  Allt er ofugt vid thad sem madur a ad venjast heima og oftar en ekki hafa ruduthurkurnar verid settar i gang i stad stefnuljoss i beygjum. 

Eftir ad hafa skutlad saensku stulkunum Sofia og Kristin aftur til Cairns okum vid sudur a boginn. Vid heimsottum bonda nokkurn sem ol upp krokodila til slatrunar. Vid saum nokkra mjog stora krokodila en einnig mjog marga litla. Einnig voru nokkrar kengurur a buinu sem voru mjog gaefar. Bondinn baud Aniku ad borga 10 dollara gegn thvi ad fa ad horfa a krokodil eta eina kenguru. Eftir mikla umhugsun thadi Anika ekki bodid. I lokin fekk (thurfti) Anika ad halda a einum litlum krokodil en fekk svo oafvitandi stora slongu um halsin, sja myndir af skelfingarsvip Aniku.

Fra buinu var forinni var heitid ad litilli strond, Alva beach, thar sem haegt var ad fara i klukkutima batsferd og kafa ad skipsflakinu Yongala. Skipid var skemmtiferdaskip og forst asamt 120 manna ahofn arid 1911 en fannst ekki fyrr en eftir 1950. Sa er smidadi Yongala smidadi einnig Titanic skemmtiferdaskipid.

Sem fyrr voknudum vid um hanott til ad undirbua okkur fyrir kofunina ad flakinu. Baturinn%u3000sem flutti okkur ad flakinu liktist frekar gummiblodru en bat og thvi fundu menn vel fyrir sjonum en nokkud hvast var thann daginn. Vid hofdum heyrt af thessum oldugangi og beittum efnavopnum gegn sjoveikinni en adrir batsverjar voru ekki jafn fyrirhyggjusamir. Leid ekki a longu thar til nokkrir batsverjanna hofdu skilad halfmeltnum arbit i sjoinn og lagu ovigir a eftir. Samt sem adur var mjog god stemning a batnum var thar medal annars Englendingur sem hafdi komid til Islands. Hans fyrstu lysingarord voru: "It`s so bloody expensive" og ekki gatum vid motmaelt thvi. Thad var einnig athyglisvert ad hann og annar batsverji hofdu sed kvikmyndina 101 Reykjavik. Vid hofum adur rekist a nokkra ferdamenn sem hofdu einnig sed myndina.

Flakid liggur a um 30 metra dypi og mjog storir fiskar svamla i kringum thad asamt odrum smafiskum og skjaldbokum. Einnig saum vid sjosnak i fyrsta skipti en their eru mjog eitrud kvikindi en vid nadum godum myndum af honum up-close. Mjog gaman var ad skoda flakid og saum vid m.a. mannabein (ekki maelt med naeturkofun fyrir vidkvaema), klosett, lestar og margt fleira (sja myndir).

Eftir thessa mognudu kofun heldum vid til Whitsunday Islands sem eru mjog fallegar eyjar rett fyrir utan austurstrond Astraliu. Vid forum i dagsferd um eyjarnar a bat. Vid forum a land a thremur eyjum og ein af eyjunum hafdi fallegustu strond sem vid hofum sed. Sandurinn var mjog fingerdur og svo hvitur ad madur fekk ofbirtu i augun thratt fyrir vorn solgleraugnanna. Engin starfsemi er a eyjunni svo eyjan er mjog hrein og omengud.

I lokin keyrdum vid um 1000 km a einum degi til strandar vid baeinn Noosa. Leidin var long og vid urdum ad keyra hluta af leidinni i myrkri. Kengurur eru jafn algengar i Astraliu og kindur a Islandi og thegar rokkva tekur er mjog oft ekid a kengururnar. Mikid er um daudar kengurur i kringum vegina, skreyttar mismunandi hjolforum.

Ad sidustu okum vid til Brisbane thar sem vid hittum saensku stelpurnar (Sofia og Kristin) aftur. Daginn eftir flugum vid til Christchurch i Nyja-Sjalandi.

Thad voru nokkur vidbrigdi ad koma til N-Sjalands thar sem hitinn (kuldinn) var a bilinu 13 til 18 gradur. Vid vorum ordin svo von miklum hita ad thetta hitastig var of kalt fyrir okkur. Dagarnir voru tholanlegir en kvoldin frekar kold. Oddi hafdi ekki ur odru ad velja en nokkrum bolum, thunnum buxum og stuttbuxum (er ekki allsstadar hlytt nema a Islandi)?

Thratt fyrir kalt vedur var mjog gaman ad skoda landid. Vid leigdum bil og keyrdum storan hring a sudureyjunni. Natturan er storfengleg, stor fjoll, joklar og stoduvotn utum allt (latum myndirnar tala). Margt i natturu N-Sjalands minnir a natturu Islands og svo audvitad vedrid einnig. Vid okum mjog mikid eda um 1300 km. a tveimur dogum. Seinni daginn flyttum vid okkur mikid til Christchurch thvi Oddi thurfti ad kaupa ser jakkafot fyrir siglinguna fra Japan til Kina. Naudsynlegt var ad kaupa jakkafot fyrir siglinguna thvi stuttbuxur og bolur thykja ekki vid haefi vid bordhaldid i skipinu. Ad mati innfaeddra flyttum vid okkur full mikid og fengum vid sekt fra nysjalensku logreglunni ad launum. Sektin var tho laekkud um 300 dollurum i 120 dollara thvi okumardur helt fram sakleysi sinu og bar sig aumlega. Nafn okumannsins verdur ekki gefid upp ad svo stoddu.

Erfitt var ad kvedja N-Sjaland thvi vid hefdum gjarnan viljad vera thar lengur. Fostudagurinn 13. oktober var svo flugdagurinn mikli (servalinn dagur). Vid flugum fra Christchurch til Auckland a nordureyjunni kl. 5:45 (maeting 4:30, voknudum 3:45). Fra Auckland flugum vid til Osaka i Japan og tok flugid einungis 11 tima. Nu erum vid sem sagt stodd i Osaka i Japan og forum i siglinguna a morgun.

Hilsen,

O og A 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Öddi og Anika. Takk kærlega fyrir póstkortið. Skemmtið ykkur vel í Japan:)

Kveðja Dagrún

p.s. ég er að fara til Danmerkur 8. nóvember:)

Dagrún (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 08:41

2 Smámynd: Anika og Örn

Takk fyrir Dagrun. Goda skemmtun i Danmorku.

Anika og Örn, 20.10.2006 kl. 05:39

3 identicon

Það var svo ískalt þegar ég vaknaði í morgun, vel undir frostmarki, að ég ákvað að kíkja á ykkur og fá smá sólarstemmningu. Alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi : )
Góða skemmtun í Japan, Kveðja Eva

Eva Dögg Gylfadóttir (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 14:16

4 identicon

Það var svo ískalt þegar ég vaknaði í morgun, vel undir frostmarki, að ég ákvað að kíkja á ykkur og fá smá sólarstemmningu. Alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi : )
Góða skemmtun í Japan, Kveðja Eva

Eva Dögg Gylfadóttir (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband