Um vika í brottför

Halló halló,

nú er bara vika þangað til við förum í „heimsreisuna“ okkar!! Takk allir fyrir sem hafa skrifað í gestabók og athugasemdir. Mér þykir mjög vænt um það Glottandi

Ég var að brautskrást frá Háskóla Íslands um helgina. Það var nú frekar löng og leiðinleg athöfn. Samt var ég nú svolítið stolt af sjálfri mér þegar ég tók við skírteininu. Ég vil þakka mömmu, Höllu Margréti og Fabio fyrir að nenna að koma. Við Öddi, mamma og Halla Margrét fórum svo á Lækjarbrekku að snæða. Það var mjög fínn matur en þjónustan frekar hæg. Við fullorðna fólkið fengum okkur „sælkeramáltíð“ sem samanstóð af þriggja rétta máltið, humar og hörpuskel í forrétt, nauta- og kálfakjöt í aðalrétt og jarðarber í kambavínfroðu í eftirrétt mmmm. Um kvöldið komu svo vinir og vandamenn og þetta var nú bara ágætist partý.

Við erum svo búin að finna leigjanda að íbúðinni á meðan heimsreisunni stendur. Á þriðjudaginn í næstu viku höldum við svo til Berlín. Þaðan förum við til Prag, Kraków, Budapest, Bratislava, Vín, Króatíu þar sem við ætlum að slappa af á ströndinni, Istanbúl og kannski fleira um Evrópu. Frá Istanbúl ætlum við til Indlands og vera í um 2 vikur (ætlum allavega til Delhi og Bombay). Þá förum við til Ástralíu, Tasmaníu og Nýja Sjálands. Við erum svo á biðlista til að komast í siglingu um Kyrrahafið (þar sem m.a. er farið í Frönsku Pólýnesíu og Cook- eyjar). Þaðan er ferðinni heitið til Japans. Við erum búin að panta siglingu sem fer frá Tókýó í  Japan og endar í Peking í Kína (m.a. verður stoppað í Kóreu, Rússlandi og Shanghai í Kína). Frá Peking verður stefnað tekin suður með Kína og komið við í Víetnam, Laos, Kambodíu, Burma og að lokum endum við í suður Thailandi og lærum köfun. Svo er spurning um að skella sér líka til Malasíu og Singapore fyrst við verðum á annað borð komin þar nálægt. Miðað við þessa ferðaáætlun verðum við kannski ekki komin heim fyrr en í desember.

Hvernig líst ykkur svo á ferðaplanið?? Ullandi

Kveðja,

Anika

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá frábært ferðalag:) Hlakka til að sjá ykkur annaðkvöld:)

Kveðja Dagrún

Dagrún (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 09:06

2 identicon

Elsku besta Anika mín, við sendum þér okkar innilegustu hamingjuóskir með útskriftina. Þínir góðu hæfileikar og útgeislun eiga örugglega eftir að nýtast þér vel sem sálfræðingur. Megi þér farnast sem best um alla framtíð. Með kærri kveðju, Doddi og Hlíf Anna.

Hlíf Anna Dagfinnsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 10:07

3 identicon

Til hamingju með útskriftina *koss*

Þetta er ekkert smá ferðaplan hjá ykkur skötuhjúum... hlakka til að skoða myndir og heyra ferðasöguna

Stella

Stella (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 10:45

4 identicon

hjalpin!

Image and video hosting by TinyPic

ef þetta sést ekki kíktu þá í Gestabókina..!

Halla (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 12:32

5 identicon

hæ hæ, hljómar ekkert smá vel! góða ferð skvís og takk fyrir veturinn.

Erla

erla (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband