7.6.2006 | 13:02
Bólusetning
Góðan daginn,
við Öddi fórum í bólusetningu í dag fyrir A og B lifrarbólgu og taugaveiki. Ég er stundum soddan kveif þegar kemur að sprautum og þurfti að leggjast út af. Ég sat þegar hjúkkan sprautaði mig í handlegginn en fann nánast ekkert fyrir sprautunni sjálfri. Svo stóð ég upp og fór að spjalla við Ödda og hjúkkuna. Skyndilega leið mér eins og það væri að líða yfir mig og þurfti að leggjast á bekkinn, hjúkkan hélt fótunum uppi og ég þurfti að anda rólega inn um nefið og út um munninn. Hjúkkan sagði reyndar að þetta gæti verið taugaveikilyfinu að kenna, að þetta kæmi stundum fyrir fólk sem væri sprautað með því.
Við keyptum líka heilan lyfjaskáp sem við ætlum að taka með okkur. Förum svo aftur eftir tvo daga og fáum bólusetningu við fleiri pestum. Þurfum svo að koma aftur eftir um mánuð til að fá aðra sprautu fyrir A og B lifrarbólgu.
Við erum svolítið sein í þessum bólusetningum. Við rétt náum þessu áður en við fljúgum til Berlínar 4. júli.
Er búin að skella nokkrum myndum inn frá siglingunni okkar um Karabíska hafið í janúar 2006.
Bestu kveðjur,
Anika
Athugasemdir
Halló
Anika og Örn, 8.6.2006 kl. 01:13
h
a (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 01:33
Hæhæ, gott hjá ykkur að skella ykkur í svona langa ferð, en mér mundi þykja vænt um ef ég gæti fengið að hitta ykkur áður en þið farið:) Kveðja Dagrún
Dagrún (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 09:17
hæ hæ, gaman að sjá að þið hafið sett upp bloggsíðu fyrir ferðalagið ykkar! ég mun fylgjast spennt með!
ciao, Erla
erlas (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 12:27
Ég segi það sama og Erla ég mun fylgjast spennt með og þá sérstaklega ef maður fær að sjá myndir frá framandi stöðum:)
Begga
Begga (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.