Farfuglar

Við erum búin að fara tvisvar til útlanda í sumar. Eftir því sem við ferðumst meira því meira viljum við ferðast.

Í byrjun júlí flugum við til Kaupmannahafnar og gistum eina nótt en ég náði samt að versla slatta á útsölunum á Strikinu. Þaðan fórum við svo yfir Ermasundið til Malmö í Svíþjóð. Við leigðum bíl og keyrðum til Gautaborgar þar sem við vorum í þrjá daga. Við heimsóttum sænsku stelpurnar sem við höfðum kynnst í Ástralíu á ferð okkar þar. Báðar stelpurnar eru læknar og Kristin býr í Gautaborg og Sofia í Falun. Við vorum fyrst hjá Kristinu í íbúðinni hennar í Gautaborg. Það var mjög gott að hafa leiðsögumann sem býr í borginni með okkur og hún fékk líka að gerast túristi í sinni eigin borg, m.a. að fara í siglingu um ána í Gautaborg sem hún hafði aldrei gert áður. Við skoðuðum líka nánasta umhverfi í kringum Gautaborg. Þá var gott að hafa bíl og fórum við að skoða gömul fiskiþorp á eyjum nálægt Gautaborg. Svo keyrðum við norður til Falun sem er gamall koparnámubær. Þá gistum við á hóteli en Sofia var miður sín því systir kærasta hennar var að gista sömu helgi og við vorum þar. Okkur var hins vegar alveg sama, við skyldum þetta mjög vel. Þar kynntumst við fleiri vinum þeirra sem búa í Falun og fengum því nokkra leiðsögumenn til að labba með okkur um Falun og nágrenni. Flest öll húsin í Falun eru gömul og krúttleg og í sérstökum rauðum lit sem er kallaður "Falunröd". Eftir Falun fórum við með Kristinu til Stokkhólms þar sem við gistum í þrjár nætur í húsi foreldra hennar sem voru í fríi annars staðar. Það var mjög gaman í Stokkhólmi sem er falleg borg. Frá Stokkhólmi héldum við aftur til Gautaborgar þaðan sem við flugum til Keflavíkur föstudaginn 13. júlí. Það var mjög vel séð um okkur í Svíðþjóð, við vorum boðin í mat nánast annan hvern dag og frábært að hafa leiðsögumenn með sér í för.

Þessi ferð var ekki nóg fyrir okkur svo við skelltum okkur óvænt til Parísar frá 31. júlí til 7. ágúst. París er mjög falleg, skemmtileg borg og þar er margt að skoða. Við sáum m.a. Eiffelturninnn (biðum í 2 tíma til að komast á toppinn), Louvre, Invalides, Sacre Cæur, Notre Dame, Sigurbogann, Champ Elysees, Versali, fórum í stutta siglingu um Signu o.fl. Við hittum líka Ástu vinkonu okkar sem býr í París. Hún bauð okkur til sín í crepes og rauðvín og löbbuðum við svo um Latínuhverfið á eftir. Þá var líka mjög gott að hafa leiðsögumann með sér sem bendir manni á margt sniðugt sem maður hafði ekki tekið eftir áður. Við vorum mjög ánægð með ferðina til Parísar. Við fundum ekki fyrir því að Frakkar væru neikvæðir í garð okkar eins og margir höfðu varað okkur við. Þó þeir væru ekki mjög sleipir í ensku voru þeir almennilegir og reyndu sitt besta. Við vorum reyndar í París á versta tíma, þegar ferðamenn hertaka borgina og flestir Frakkar flýja til annarra staða í frí. Það væri eflaust betra að fara til Parísar í maí eða september. Veðrið var mjög gott allan tímann en þó rigndi þegar við vorum í rútunni á leið á flugvöllinn til að komast heim. Flugvöllurinn í París er þó ekki sá skemmtilegasti sem við höfum komið á og spilaði inn í að ég ætlaði að fá tax refund á flugvellinum en var mjög lengi að finna rétta staðinn. Þegar uppi var staðið var ekki þess virði að fá 22 Evrur til baka fyrir vesenið. Ég er viss um að þeir hafa þetta svona óaðgengilegt svo að enginn nenni að standa í þessu. Ég hef hins vegar gert þetta áður í Kaupmannahöfn og Gautaborg og þá var þetta ekkert mál.


Hej då og au revoir

 


Leiðin sem við fórum

 Hér að neðan sést leiðin sem við fórum í hinni miklu heimsreisu okkar. Blái liturinn táknar leið með flugi, svarti liturinn táknar leið í bíl/rútu/lest og rauði liturinn táknar skipaleiðir. Eins og sést er þetta löng leið en hins vegar höfum við ekki séð nema brot af öllum heiminum. Nú er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir nokkrum mánuðum höfum við verið einhvers staðar á hafsbotni í Taílandi, á siglingu í kringum Norður Kóreu, akandi eins og brjálæðingar á Nýja Sjálandi til að ná að sjá suður eyjuna á 3 dögum, klappandi kengúrum í Ástralíu, á fílsbaki á Indlandi og svo mætti lengi telja. Þvílíkt ævintýri! 
  
Leiðin sem við fórum
Heimurinn okkar

 


Brot af því besta

Senn líður að lokum ferðarinnar. Ferðin hefur verið mjög vel heppnuð og við höfum ekki lent neinum teljandi erfiðleikum hingað til (7 9 13). Við höfum komið við í 26 löndum eða landshlutum. Þá höfum við flogið 26 sinnum og gist á 60 stöðum, þ.e. hótelum, gistihúsum, heimahúsum, lestum eða skipum. Við erum því orðin nokkuð sjóuð í ferðalögum og nokkuð vön að sýna vegabréfið okkar og fylla út komu- og brottfararspjöld.

 

Þar sem ferðin er næstum á enda langar okkur að hafa nokkur orð um það sem okkur fannst skemmtilegast og benda á staði við mælum sérstaklega með fyrir ykkur að heimsækja. Við höfum útbúið nokkra vinsældarlista þar sem við nefnum brot af því besta. Úr mörgu er að velja og því má ekki líta svo á að það sem kemst ekki á lista sé mjög leiðinlegt. Við höfum ekki séð eftir að heimsækja neinn stað. Allt sem við höfum séð og gert hefur verið áhugavert á sinn hátt og skráist í reynslubunkann okkar. Hins vegar eru nokkrir staðir sem hafa skarað fram úr og verið sérlega áhugaverðir eða skemmtilegir. Staðirnir eru ólíkir eins og þeir eru margir. Við dvöldumst þó mislengi á hverjum stað og náðum því að kynnast þeim misvel. Því fá sumir staðir ef til vill ósanngjarnarn samanburð.

 


Fimm bestu borgirnar / bæirnir:

   1.  Sydney -  Ástralía - Eyjaálfa 

Ástæðan fyrir Sydney á listanum er ef til vill sú að borgin bíður upp á svo mikið. Þyrluflug,   óperutónleika, strandferðir, búðarrölt, fjölbreyttan mat og svo er stutt í fallega nátturuna í kring eins og Bláu fjöllin (Blue Mountains).

   2.  Prag - Tékkland - Evrópa

Í Prag má sjá byggingarlist Evrópu í hámarki. Þar er ótrúlega mikið af fallegum byggingum, gaman að rölta um miðbæ Prag og líta í kringum sig. Bjórferðirnar í stórn hins skemmtilega Ivan gerði ferðina til Prag líka ennþá betri.

   3.  Luang Prabang - Laos - Suðaustur Asía

Rólegur og fallegur bær. Bærinn bíður kannski ekki upp á mikið en ótrúlega sjarmerandi og er gott að rölta áhyggjulaus um bæinn. Fólkið í Laos er líka mjög kurteist og gestrisið.

   4.  Kho Phi Phi eyja - Taíland - Suðaustur Asía

Falleg eyja, margt hægt að skoða í kringum eyjuna og veitingastaðirnir flestir mjög góðir. Mjög þægilegt andrúmsloft og gott að slaka á á eyjunni. 

   5.  Pingyao - Kína - Asía

Gamall og rólegur bær. Gaman að sjá hvernig byggingarstílinn í Kína var áður fyrr.

   6.  Cheský Krumlov - Tékkland - Evrópa

Gamall og rólegur bær. Fallegur kastali á hæðinni og á liggur í kringum bæinn. Gaman að sjá hvernig byggingarstílinn í Tékklandi var áður fyrr.

 

Sex bestu byggingarnar / mannvirki

  1. Taj Mahal á Indlandi
  2. Kínamúrinn
  3. Angkor Wat í Kambódíu
  4. Terragotta hermennirnir í Kína
  5. Þinghúsið í Búdapest
  6. Hellarnir á Fílaeyju á Indlandi

 

Fimm bestu náttúruperlurnar / útivist

  1. Suður Nýja Sjáland (sáum því miður lítið af Norður eyjunni)
  2. Alpafjöllin í Evrópu
  3. Phi Phi eyja í Taílandi
  4. Yangste áin í Kína
  5. Eyðimörkin í Jaisalmer á Indlandi
  6. Bláu fjöllin í Ástralíu

 

Við mælum svo sérstaklega með því að fara í siglingu með skemmtiferðarskipi (úr mjög mörgum siglingarleiðum er að velja). Það er mjög þægilegt að ferðast með skemmtiferðarskipi og fannst okkur gaman að heimsækja staði sem maður hefði annars aldrei séð eins og Vladivostok í Rússlandi.

Við mælum auk þess sérstaklega með að fólk fari til Taílands þar sem það er ódýrt, maturinn er góður, þar eru fallegar eyjar, sól og hiti. Einnig mælum við með að fólk læri að kafa og þá sérstaklega í Malasíu eða Taílandi þar sem það er mun ódýrara heldur en t.d. í Ástralíu.

 

Þetta er búið að vera algjört ævintýri og það verður erfitt að koma heim í kuldann og raunveruleikann. Við hlökkum þó mikið til að hitta fjölskyldu okkar og vini. Þetta er búið að vera meiriháttar ævintýri og aðeins verður tímaspursmál hvenær lagt verður af stað í næstu ferð. Það verður þó erfitt að toppa ferðalagið sem nú er að ljúka.

 

 

Kveðja,

 

Ö og A

 



 

 


Welcome to the hotel California

Þá erum við komin til borgar englanna, Los Angeles!

Stundum borgar sig að vera óskipulagður. Þegar við vorum í Taílandi vorum við hvorki búin að bóka hótel né ákveða hvar við yrðum í Los Angeles. Við ákváðum  því að fá ráð hjá einhverjum. Þegar við vorum í bjórskoðunarferðinni í Prag í júlí höfðum við m.a. hitt mann sem heitir Doug og son hans Oliver en þeir eru búsettir í Kaliforníu. Við sendum Doug því tölvupóst og báðum hann um að mæla með einhverjum ákveðnum stað til að vera á því úr svo mörgu væri að velja. Nema hvað, maðurinn bauð okkur að gista hjá sér og neitaði að taka við greiðslu. Við áttum ekki von á þessu því við höfðum lítið talað við þá feðga en ákváðum að þiggja boðið. Doug sagði að þegar við kæmum yrði hann ekki heima og að lykillinn að húsinu væri undir útidyramottunni. Þvílíku trausti höfum við ekki áður kynnst. Við erum í herbergi sonar hans sem á stórt herbergi með Queen size rúmi. Við erum þó ekki ein í herberginu því Oliver á snák sem gæludýr. Snákurinn er víst meinlaus en Anika athugar reglulega hvort snákurinn sé ekki á sínum stað í búrinu. Oliver var sendur í gistiherbergið annars staðar í húsinu. Okkur hefur verið sýnd mjög mikil gestrisni, við fengum lykil eins og kom fram hér að ofan og við megum fá okkur hvað sem er í ísskápnum. Maðurinn á líka einn stærsta ísskáp sem við höfum séð, amerísk stærð. Öddi minntist á að honum þætti fínt að fá kornflögur í morgunmat og daginn eftir voru 5 stórir pakkar af mismunandi tegundum af kornflögum (Kellogs cornflakes, Honey nut Cheerios, o.s.frv.) á borðinu. Við leigðum okkur bílaleigubíl og minntumst á við hann að við vildum versla í L.A. og daginn eftir lét hann okkur fá útprentaðar leiðbeiningar um hvernig maður ætti að keyra í hin ýmsu verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Við leigðum reyndar bíl með GPS-never lost system sem er algjör snilld. Við þurfum ekki lengur risastór kort af borgum til að rata. Anika er mjög fegin því oft kom það í hennar hluta að reyna að sjá út leiðirnar meðan Öddi keyrði þegar við vorum í Evrópu, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

 

Þegar Doug svaradi tölvupósti okkar þá var kveðjan frá Doug, David og Oliver. Við gerðum ráð fyrir að David væri eldri sonur Doug og báðum því að heilsa sonum hans. Í næsta tölvupósti leiðrétti Doug þennan misskilning: David er ekki sonur hans heldur félagi/kærasti eins og hann orðaði það. Þessi misskilningur hefur ekkert frekar verið ræddur á heimilinu.

 

Doug býr rétt hjá Long Beach í Kaliforníu. Hann vinnur við gerð auglýsinga og lauk nú síðast við gerð auglýsinga fyrir Pedigree hundamat. Hann hefur unnið með mikið  af frægu fólki á borð við Jennifer Lopez, Charlize Theron, Shaq og fleiri. Hann hefur sagt okkur nokkrar skemmtilegar sögur af stjörnunum, samskiptunum við þær og sérkröfunum þeirra. David, félagi/kærasti Doug er frá Mexico og er í vinnu hjá Doug (who´s your dady?). Doug sagði okkur að áður en David fór að vinna hjá honum hafi hann verið dansari. Við kunnum ekki við að spyrja nánar útí dansferil David og þaðan af síður var viðeigandi að spyrja hvernig þeir kynntust.

 

Doug og David eru mjög fyndið par. David er tískulöggan í sambandinu og grætur ekki að versla sér föt. Doug er hins vegar í hlutverki handbremsunar í sambandinu og stemmir af heimilisbókhaldið. Það fer mjög mikið í taugarnar á Doug þegar David gleymir að slökkva ljósin þegar hann yfirgefur húsið. Doug sagði: Ég ætti að leyfa David að greiða rafmagnsreikninginn, þá myndi hann skilja þetta.

 

Við höfðum ekki tekið eftir því þegar við vorum í Prag að Doug væri hommi en sjáum það sko núna... Fyndið hvernig maður getur útilokað ákveðin einkenni ef maður hefur fyrirfram haldið eitthvað annað og hvernig maður tekur eftir ákveðnum einkennum þegar maður er að leita að þeim!

 

Við erum búin að fara í verslunarleiðangra og kíkja í Hollywood. Við sáum skiltið fræga "Hollywood" og fórum á stjörnugötuna Hollywood Blvd. Þar sem er hið fræga "walk of fame" þar sem nöfn hinna ýmsu kvikmynda- og tónlistarstjarna eru skráð í götuna. Við sáum nöfn eins og The Beatles, Elvis Presley, Michael Jackson, Charles Chaplin, Harrison Ford, Johnny Depp, Mikki Mús og Lassie. Við þekktum samt ekki meirihlutann af stjörnunum. Reyndar komu sumir fyrir oftar en einu sinni eins og Bob Hope en við fundum hvorki Robert DiNero né Sean Connery. Þarna voru líka fullt af furðufuglum eins og Elvis Presley eftirhermum og þarna var fólk að reyna að selja okkur ferðir þar sem hús fræga fólksins eru skoðuð. Okkur fannst samt vanta svolítið upp á glamúrinn sem maður hefði haldið að fylgdi Hollywood. Þarna var frekar skítugt og mikið um minjagripabúðir og slíkt.

 

Við erum líka búin að fá okkur svolítið af amerískum mat t.d. erum t.d. búin að fara á Cheesecake Factory þar sem hægt er að fá allskonar góðan mat og margar tegundir af ostaköku t.d. snickers-ostakakaka (mmm) og súkkulaðibitakökudeigs-ostakaka (mmm). Stærðirnar eru reyndar rosalegar og þurftum við að taka afganga með okkur. Í gær fórum við reyndar á japanska veitingahúsið Kobe. Þar er eldað fyrir framan mann og var maturinn mjög góður.

 

Nú er einungisn tæp vika til jóla, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Við komum heim að kvöldi dags 21.desember, dimmasta degi ársins.

 

Sjáumst von bráðar,

Ö og A

 

P.s. Við erum búin að setja inn nokkrar gamlar myndir frá því áður en við fórum út (ótrúlega langt síðan) og nokkar nýjar myndir frá L.A.


Úr 35 gráðum í 5

 

Við erum núna stödd á hótelherbergi í Tokýó í Japan. Mjög gott er að geta notað fartölvuna nýju og tengst netinu frítt á herberginu. Hér er kalt (um 5 gráður) og rigning. Í Taílandi var hitinn oftast um 35 gráður. Hér fer líka að dimma um fjögur leytið en um sex leytið í Taílandi. Við erum því að venjast kuldanum áður en við komum heim í -5 gráðu frost og myrkur.

Við fórum í fjögurra daga köfunarsiglingu um Similan og Surin eyjur í Taílandi eftir hina þægilegu dvöl á Phi Phi eyju. Um 25 manns var um borð í bátnum og var það mjög skemmtilegur hópur. Best kynntumst við bandarísku strákunum Hayden og Dave og svissnesku meyjunum Söndru og Marinu (sjá myndaalbúm). Lífið um borð í bátnum snerist um að borða, sofa og kafa. Einnig voru nokkrar fallegar eyjar heimsóttar á milli kafanna.

Á ströndinni

Við köfuðum 14 sinnum á þeim tíma og sáum m.a. leopard shark (hlébarða hákarl) tvisvar sinnum, manta ray (djöflaskata), clownfish / Finding Nemo (trúðsfiskur), sjávarsnák og margt fleira. Það er ótrúlega mikið líf neðansjávar og við komum sífellt auga á nýjar tegundir sjávardýra sem við höfum ekki áður augum borið.

Fyrri hákarlinn sem við sáum var ca. 2 til 2,5 metrar að lengd. Hann var hinn rólegasti og svamlaði um nokkra metra frá okkur. Hann synti svo rólega frá okkur en Öddi elti hann til að ná betri myndum af honum. Hákarlinn sneri skyndilega við og þá náði Öddi bestu myndinni af honum (sjá mynd).

Leopard shark (hlébarða hákarl)

Seinni hákarlinn (1,5 metri að lengd) sem við sáum var sofandi á hafsbotni árla morguns. Við skildum hákarlinn mætavel þar sem við vorum vakin klukkan 6 um miðja nótt og hefðum gjarnan viljað hvílast lengur. Við fórum mjög nálægt hákarlinum og var Öddi aðeins rúman metra frá honum til að ná góðum myndum. Skyndilega vaknaði hákarlinn í miðri myndatökunni. Hákarlinn var þó hinn rólegasti og synti undir annan fót Ödda og hvarf út í hafið. Sem betur fer var hann ekki mjög morgunfúll.

 

Sofandi Leopard hákarl

Eftir köfunina var okkur ekið til Phuket þar sem við gistum eina nótt. Í Phuket fórum við í verslunarmiðstöð til að leita að ferðatösku. Allt í einu heyrðum við kallað: "ORN" og þá var þar allt í einu stödd Emmy köfunarkennarinn okkar frá Tioman eyju í Malasíu. Lítill heimur. Það var mjög gaman að sjá hana þarna og við gátum sagt henni að við værum búin að kafa 45 sinnum. Nú er regntímabil á Tioman og þá er öll starfsemi niðri.

 

Á morgun flúgum við til Los Angeles þar sem við munum dvelja í 5 daga áður en við fljúgum til eyjarinnar köldu.

 

Hilsen,

Ö og A

 


Hiti og sviti en ekkert blóð og engin tár

Nú erum við stödd á Phi Phi eyju í suður Taílandi og erum að stikna úr hita. Hitinn hér fer ekki undir 30 gráður.

 

Eftir hina rólegu en góðu ferð til Laos lá leið okkar til Bangkok í Taílandi. Við vildum ekki eyða miklum tíma þar og ákváðum við að gista bara eina nótt. Við flugum daginn eftir með Air Asia til Krabi sem er í suður Taílandi. Flugfélagið er algjör snilld. Hægt er að bóka flugmiða rafrænnt á heimasíðu þeirra sem kostar frá 1.500 kr. Þjónustan er mjög góð hjá þeim sérstaklega þegar miðað er við lággjaldarflugfélög eins og Ryan air. Það var seinkun um fimm tíma á vélinni til Krabi sem átti að fara um kl 17 síðasta laugardag en Air Asia sendi okkur sms snemma um morguninn og lét okkur vita af seinkuninni. Við gátum þá nýtt tímann og fjárfestum við í góðri HP fartölvu sem við ritum núna á. Við keyptum tölvuna í stórri verslunarmiðstöð sem er á 5 hæðum. Í verslunarmiðstöðinni eru einungis búðir sem selja raftæki eins og tölvur, síma, sjónvörp eða sem því tengist.

 

Við dvöldumst í Krabi í nokkra daga og fórum meðal annars í dagsferð á litlum báti á fjórar eyjar í kringum bæinn. Þær voru mjög fagrar en náðu þó ekki að toppa Whitsunday eyjar í Ástralíu. Því miður eru víst fáar eyjur ósnortnar eftir í heiminum. Þess má þó geta að James Bond myndin - Man with the golden gun var tekin upp að hluta á einni eyjunni.

 Ein af eyjunum sem við sáum

 

Frá Krabi lág leiðin suður til Phi Phi eyju þar sem við höfum dvalist í góðu yfirlæti í nokkra daga. Hér er mjög rólegt, engir bílar og enginn asi. Við erum búin að kafa, panta okkur alltof mikið af fötum hjá klæðskera, liggja í svitabaði í sólinni, rölta um bæinn og slappa af. Maturinn hér er mjög góður og ódýr. Ótrúlegt en satt þá hittum við fyrstu Íslendingana í ferðinni, þau Gísla og Sóleyju frá Ísafirði. Það var mjög gaman að spjalla við þau um heima og geima og leitt að þau skyldu bara vera á Phi Phi eina nótt. Phi Phi er einn af þeim stöðum sem fór illa út úr fljóðbylgjunni sem skall á eftir jarðskjálftann í Indlandshafi um jólin 2004. Eyðileggingin var mikil en sem betur fer hefur mikil uppbygging átt sér stað, búið er að hreinsa mestan hluta af eyjunni og ferðamannaiðnaðurinn er að komast í samt lag.

 

Goturnar i Phi Phi eru litlar og kruttlegar Gata í Phi Phi 

Phi Phi samanstendur af tveimur eyjum og gistum við á þeirri stærri sem kallast Phi Phi Don. Um daginn fórum við í bátsferð á þá minni sem kallast Phi Phi Leh en hún er óbyggð. Eyjan er mjög falleg en miklir klettar umlykja eynna.

   

Á Phi Phi Leh

Á eyjunni er einnig mjög falleg strönd sem nefnist Maya. Hvít ströndin er inni í lítilli vík umkringd háum klettum. Myndin The Beach með Leonardo DiCaprio tekin upp að mestu leiti á eyjunni og var ströndin Maya í aðalhlutverki.

 

 Maya strond

Maya ströndin

Í dag fór Anika á matreiðslunámskeið í taílenskri matargerð og gekk bara nokkuð vel. Hún fékk góða kynningu á hinum ýmsu kryddum og olíum sem eru notuð í matargerðina. Einnig fékk hún að velja sér fjóra rétti til að matreiða að hætti infæddra undir handleiðslu reynds kokks. Öddi slappaði af í sólbaði á meðan en kom svo og gæddi sér á matnum hjá Aniku kokki. Matreiðslubók fylgdi með námskeiðinu og er stefnt að því að reyna matreiðslulistina heima. Gallinn er hins vegar sá að sum hráefni er erfitt að fá á Íslandi en það verður að sníða sér stakk eftir vexti.

 Anika reynir fyrir sér í eldamennskunni

Á fimmtudaginn förum við í fjögurra daga köfunarbátsferð um Similian og Surin eyjur í Taílandi. Það á víst að vera með bestu köfunarstöðum í heimi (topp 3) og hlökkum við mikið til. Þaðan verður svo haldið til Tokyo áður en við förum til Los Angeles.

 

Fullt af fleiri myndum eru komnar inn allt frá Hong Kong til Phi Phi.

 

Kveðja úr sólinni,

Ö og A

 

P.s. Veriði nú dugleg að skrifa í gestabók og athugasemdir.


Dont drive sleepily

Hallo,

vid gleymdum ad segja fra nokkrum skondnum vegamerkingum vid hradbautirnar i Kina. Merkingarnar hafa verid thyddar fra mandarin (kinversku) yfir a ensku og nokkud ljost ad starfsmenn kinversku vegagerdarinnar seu betri i ad leggja vegi en ad thyda yfir a ensku. Nokkur daemi: Dont drive sleepily, Snow Rain weather careful driving, Long jurning careful braking.

Fra Hong Kong heldum vid til Bangkok thar sem vid gistum eina nott adur en vid heldum eldsnemma til Phnom Penh hofudborgar Kambodiu. Maturinn sem vid fengum a hotelinu i Bangkok er einn sa besti sem vid hofum smakkad i ferdinni og vonum vid ad allur matur i Tailandi se svo godur thar sem vid holdum til Tailands aftur a morgun.

Thad var mjog ahugavert ad koma til Kambodiu. Thar er mikil fataekt en tho ekki eins aberandi og a Indlandi. Vid vorum i Phnom Penh i 3 daga og forum thadan til Siem Reap nordar i landinu. Thar er hin fraegu musteri Angkor sem voru byggd a 12. old. Thetta eru medal staerstu Hindua og Buddhista mustera heims  og m.a. theirra er hid fraega Angkor Wat. Fyrir tha sem hafa sed Angelinu Jolie myndina "Tomb Raider" tha var hun tekin upp i einu af musterunum. 

Fra Siem Reap flugum vid til Luang Prabang i Laos. Luang Prabang er einn saetasti og rolegasti baer sem vid hofum komid i i ferdinni. Thetta er gamall baer med kruttlegum husum og folkid her er mjog almennilegt. Her er litid areiti og thaegilegt ad rolta um goturnar ahyggjulaus. Auk thess sakar ekki ad maturinn er hraeodyr, matur fyrir tvo (fjorir rettir) auk drykkja kostar innan vid 500 kr isl og hinn godi Beer Lao kostar um 60 kr. Ekki skemmir heldur fyrir ad hafa utsyni yfir Mekong ana a veitingastadnum. Vid fundum lika bakari sem heitir Scandinavian Bakery og thar er margt sem okkur likar. Vorum ordin mjog threytt a vondum bakarium ut um allt Kina. Vid forum lika i Laoiskst nudd sem var mjog ahugaverd lifsreynsla. Thetta var svokallad "full body massage" og var thad ekki lygi. Madur var nuddadur fra toppi til taar (meira ad segja andlitid, maginn og bringan). Thad var togad i taer og fingur og madur halfpartinn lamminn i bak og faetur. Thad fyndna var ad vid vorum thrju i nuddi a sama tima og thvi heyrdi madur alltaf hljodin i naesta manni a medan madur reyndi ad slaka a. Thad er spurning hvort madur thori i "Thai massage" i Tailandi eda hvort madur er faer i flestan sjo?

Vid erum mjog fegin ad folkid i Laos og Kambodiu talar agaetis ensku a.m.k. i samanburdi vid Kinverjana. Gestrisnin er mjog mikil i thessum londum enda eru thau mjog had ferdamannaidnadinum. Ef folk hefur ahuga a sudaustur Asiu tha maelum vid med Kambodiu og Laos. Vid hefdum vel viljad vera lengur og skoda meira en timinn er knappur og margt ad sja og gera.

Vid forum til Bangkok a morgun og thadan er ferdinni heitid til sudur Tailands thar sem planid er ad slappa af og na ser kannski i pinu brunku adur en vid komum heim (erum furdu hvit midad vid ad vera buin ad ferdast i bradum 5 manudi). Einnig er stefnt a ad kafa svolitid. Vid aetlum einnig ad fara a eyju i sudur Tailandi sem heitir Ko Phi Phi en thar var einmitt Leonardo DiCaprio myndin "The Beach" tekin upp.

Thad styttist odum i komu okkar en nu eru adeins 4 vikur thar til vid komum heim.

Hafid thad gott,

O og A 

 


Naumlega sloppid

Komid thid sael,

vid hofdum thad fint i Chongquing i nokkra daga (gistum a Hilton i fjorar naetur) adur en vid forum i siglinguna nidur Yangtse ana. I Chongquing forum vid  i dyragard og saum hinn saeta pandabjorn sem er thvi midur i utrymingarhaettu.

Pandabjorn Panda

Annars sloppudum vid mjog vel af adur en vid heldum i 3ja daga siglingu um Yangtse ana sem er su lengsta i Kina. 

 

 Yangtse ain

Siglingin for fra Chongquing og endadi i Yichang. Vid sigldum i gegnum thrju stor gljufur og var mjog fallegt um ad litast. Vid kynntumst einnig hressu folki. Greinilegt er ad morgum finnst erfitt ad ferdast um Kina og velja heldur ad rada ser guide og ferdast saman i hopi. Flestir af enskumaelandi gestum skipsins voru i hop og hofdu ferdast um Kina i nokkra daga saman. Vid vorum thvi oft sem adur eins og sjaldgaefir hvitir hrafnar. Skipid kom vid a thremur stodum a leidinni. Fyrst komum vid i thorpi sem er eiginlega ordinn draugabaer thar sem folk hefur thurft ad flytjast thadan sokum haekkandi vatnmagns arinnar sem kemur til vegna storu stiflunnar vid ana. Vid forum upp haed i thorpinu thar sem eru falleg buddhamusteri.

Buddhastytta Buddhastytta

Naesta dag forum vid i minni bata thar sem thorpsbuar roudu med 10 skipsgesti (og drogu lika) i um 2 tima a mjog litlum bati eins og sja ma a myndum.

Forum i svona bat asamt 12 odrum Batsferdin

Seinasta daginn var staersta stifla i heimi heimsott sem er vid Yangtse ana. Stiflan a eftir ad verda enn staerri og haekka vatnsyfirbordid vid ana mjog mikid thannig ad um 1,4 milljonir manna thurfa ad yfirgefa heimili sin og finna ser annan samastad. 

 

Staersta stifla i heimi sem er vid Yangtse ana Stiflan

 

Eftir siglinguna atti ad bida okkar "local tourguide" sem aetladi ad adstoda okkur vid ad taka retta rutu til Wuhan thar sem vid hofdum bokad flug til Guangzhou rumlega sex um kvoldid. Thad vildi tho ekki betur til en svo ad rutan var okomin og klukkan var ad verda eitt. Vid reyndum ad spyrja hvort vid myndum ekki na fluginu og hinn blessadi leidbeinandi atti erfitt med ad skilja okkur og vid hann. Sem betur fer sa ung kona ser aumur a okkur og kom okkur til adstodar og sagdi okkur ad vid thyrftum ad taka leigubil thvi annars myndum vid ekki na fluginu. Thad myndi taka rutuna um 5 tima ad aka a afangastad og thadan thyrftum vid ad taka adra rutu a flugvollinn. Hins vegar thurftum vid ad borga okurverd (midad vid Kina) til ad komast a afangastad med leigubil og vorum vid uppiskroppa med kinverskan gjaldmidil og engan hradbanka ad finna i baenum. Nu voru god rad dyr. Sem betur fer reddadist thetta a endanum, vid mattum borga i bandariskum dollurum og tokum vid leigubil beint a flugvollinn og komum nakvaemlega klukkutima fyrir brottfor! Thad ma thvi segja ad vid hofum sloppid naumlega eins og svo oft adur.

Vid gerdum litid i Guangzhou en gaman er ad segja fra thvi ad a eyju i Guangzhou thar sem vid gistum eru flestir sem aettleida born fra Kina. Vid saum thvi folk fra bandarikjunum hvert sem vid litum med kinverskt barn i fanginu. 

Fra Guangzhou heldum vid i fimm tima rutu til Hong Kong thar sem vid erum nu stodd. Hong Kong er mjog olik Kina tho thad se nuna ordid hluti af Kina. T.d. aka their ofugu megin og var thvi mjog serstakt ad vera i rutunni haegra meginn vegar i upphafi ferdar og vinstra meginn vegar i lok hennar. Thad er otruleg mannmergdin i Hong Kong og tokum vid meira eftir fjoldanum en i Kina tho otrulegt megi virdast. Hong Kong minnir svolitid a New York enda hafa their eigid Times square og World trade center.

Holdum a morgun til Thailands.

Thid getid sed fleiri myndir i albuminu.

Kvedja,

O og A


Langa borgin, forbodna borgin og hofudborgin

Nee hao!

A toppnum A toppnum

Kina er fjolmennasta land i heimi en her bua 1,3 milljardar manna. Thvi er ekki ad undra ad fair tala ensku og ef svo oliklega vill til tha kunna their einungis orfa ord. Thratt fyrir thad hefur okkur tekist ad naerast og komast a milli stada storslysalaust.  

Mannlifid i Kina er mjog serstakt, mikid af folki allstadar. Eitt af thvi sem vid tokum eftir var ad fa born nota bleiu og i stad thess er rifa a buxunum theirra svo ad thau geti gert tharfir sinar a gotum uti. Losun thvags og haegda er thvi ekki oalgeng sjon a gotum i Kina.

Vid forum til Peking (Beijing) eftir siglinguna og vorum thar i fjora daga. Vid saum Kinamurinn (longu borgina), Forbodnu borgina, Summer Palace (Sumarhollin var ekkert lik theirri vid Hjardarhaga), Temple of heaven og fleira markverkt. Vid snaeddum einnig hina fraegu Peking ond sem var mjog bragdgod.

Fra Peking heldum vid til Pingyao sem er mjog gomul borg. Borgarmorkin eru afmorkud med thykkum virkisvegg i kringum borgina. Husin og goturnar hafa litid breyst fra 16 old en fyrsta byggdin a thessum slodum var um 500 arum fyrir Krist. Thad var mjog serstakt ad ganga um gotur baejarins og fannst okkur vid komin aftur i timann.

Leidin til Pingyao var frekar oskemmtileg en vid forum i 10 tima naeturlest fra Beijing. Vid hofdum bokad efri koju i herbergi med tveimur odrum. Fyrst thegar vid komum i litla herbergid vorum vid mjog anaegd thvi tharna virtust vera amma og afi med ungt barnabarn sitt. Vid urdum thvi rolegri og var stulkan litla hin mesta skemmtun i byrjun ferdarinnar. Tho vid skyldum ekki hvert annad tha for stulkan i leiki vid okkur (steinn, blad og skaeri), song fyrir okkur o.fl. Thegar lida tok a kvoldid vard tho ljost ad annar madur kom i stad ommunnar og stulkunnar og sofnudu karlarnir tveir mjog fljotlega. Toku tha vid onotalegar stundir thar sem hrotur dundu vid alla nottina og vid lagum i mjorri kojunni sem hrisstist duglega i lestinni. Vid nadum ad blunda undir rest og thegar vid hofdum loksins fest blund vorum vid komin a afangastad. A somu leid var par fra Seattle (Brad og Laura) a svipudum aldri og vid og kom i ljos ad thau hofdu lent i nakvaemlega somu reynslu. Vid kynntumst theim mjog vel i Pingyao og akvadum vid oll ad fljuga til naesta afangastadar vegna fyrri reynslu af lestunum. Laura og Brad eru skemmtilegt par, nadum vid vel saman og budu thau okkur gistingu i husi theirra i Seattle ef vid skyldum koma thangad. Thad vaeri nu gaman ad hitta thau og Lailu og Bart (sem eru nu stodd thar) i somu ferdinni!  Vid heldum svo afram (fljugandi) til Xian og thau aftur til Beijing.

Xian er lika gomul borg med virkisvegg i kring eins og Pingyao en okkur fannst Xian ekki eins heillandi. Mun meiri uppbygging hefur verid i Xian og hefur thad gamla fengid ad fjuka fyrir thad nyja (storar byggingar, brjalud umferd o.s.frv.). Tharna er lika mjog mikid um betlara og solufolk.

Vid forum i dagsferd ut fyrir borgina til ad skoda Terragotta sem eru 2000 ara gamlar styttur af hermonnum i mannsstaerd. Stytturnar fundust fyrir um 30 arum og hofdu vardveist mjog vel. Thad var mjog gaman og serstakt ad sja Terragotta.

Fra Xian flugum vid til Chongqing sem er staersta borg Kina. Her bua "einungis" 33 milljonir manna svo ad okkur finnst vid svolitid tynd herna. Vid forum fljotlega i 3 daga siglingu nidur Yangzi anna sem er lengsta ain i Kina. Thad a ad sokkva storu svaedi undir sae fljotlega og thvi faum vid taekifaeri til ad sja landslagid a thessum slodum adur en thad gerist.

Fljotlega eftir siglinguna holdum vid til Hong Kong.

Kvedja,

O og A.

 

P.s. Vid erum buin ad baeta nokkrum myndum vid ur siglingunni, fra Peking og Pingyao. Fleiri myndir koma sidar.


Splittad og dobblad i kringum Nordur Koreu

Komid thid sael og blessud!

Vid stigum um bord i Sapphire Princess skemmtiferdarskipinu fyrir taepum tveimur vikum sidan. Vid erum buin ad hafa thad otrulega gott. Thad er gott ad geta slappad af og thurfa hvorki ad skipuleggja allt ne hafa ahyggjur af thvi hvar vid aetlum ad gista naestu nott eda snaeda.

Flestir afangastadanna i skipsferdinni hafa landamaeri ad Nordur-Koreu (Sudur-Korea, Russland, Kina) og borgirnar sem vid heimsottum voru nokkud nalaegt landinu. Sem betur fer ringdi ekki suru regni a okkur.

Vid gerdum ekki mikid i Osaka i Japan thar sem vid hofdum einungis eitt kvold og einn morgun thar en vid nadum samt ad sja fallegan kastala.

Fyrsti afangastadurinn a leid skipsins var Nagasaki i Japan en borgin er fraegust fyrir ad hafa ordid fyrir kjarnorkuoaras Bandarikjanna i seinni heimstyrjoldinni. Vid forum i Atomic bomb museum og saum stadinn (ground zero) thar sem sprengjan sprakk. Otrulegt var ad sja myndir af borginni fyrir og eftir sprenginguna en litid var eftir af byggingum borgarinnar eftir sprenginguna.

Naesti afangastadur var Vladivostok i Russlandi en borgin var mjog mikilvaeg hernadarlega i heimstyrjoldunum. Vid forum i ferd i eitt af virkjum borgarinnar sem var sidan ur seinni heimstyrjoldinni. Virkid var uppi a haed med utsyni yfir hofnina og falid undir haedinni. Thotti monnum thetta eitt besta virkid a theim tima og naestum omogulegt ad radast a thad. Inni i virkinu var allt i krokaleidum og audvelt hefdi verid ad villast hefdum vid ekki verid med leidbeinanda med okkur. Virkid var ahugavert en ekki mikid fyrir sjonina midad vid hin otrulegu virki Indlands. Thad var mjog kalt i Vladivostok (7 gradur) en Anika var i tvennum buxum, thremur peysum, gallajakka, med trefil og vettlinga (sem hun keypti i Nyja Sjalandi) en Oddi eins og adur a stuttermabolnum og thunnum buxum.

Russar aka haegra megin a gotunum og var thad thvi i fyrsta sinn sidan i Frankfurt sem vid vorum rettum megin vegar. Hins vegar thotti okkur dalitid merkilegt ad stirin i bilunum i Vladivostok voru oftar en ekki ofugum megin thar sem algengt er ad kaupa notada japanska bila i thessum fataeka bae.

Eftir Vladivostok var ferdinni heitid til Pusan i Sudur Koreu. Vid forum i utsynisturn thar sem vid saum fallegt utsyni yfir borgina og a fiskimarkad. Haegt er ad kaupa ymsar tegundir fiska og einnig misferskan, sumar tunnur geyma lifandi fiska og adrar dauda.

Naesti afangastadur var Shanghai i Kina. Skipid var i hofn i tvo daga en vid letum naegja ad fara einu sinni. Tha gengum vid mikid og saum thad helsta sem borgin hefur ad bjoda. Mikil thoka og mengun var i borginni og var thvi utsynid ekki sem best.

Eftir Shanghai var haldid til Dalian i nordurhluta Kina. Dalian er "litill" baer i Kina en thar bua adeins 5 milljonir manna. I Dalian baud stor skipaframleidandi okkur i hadegismat asamt Canadamanninum Ron sem vid kynntumst i ferdinni. Ron hafdi verid i sambandi vid framleidandann fyrir ferdina en vid fengum ad fljota med. Kinverjarnir voru um 5 talsins en forstorinn taladi enga ensku og var med tulk ser til adstodar. Hadegisverdurinn var mjog athyglisverdur en bodid var uppa allskonar kvikindi, misvel eldud og sum hra. Vid saum alfarid um skemmtiatridin thar sem vid vorum latin smakka allt og thurftum vid ad nota kinversk ahold til ad mata okkur (serstaklega var fylgst med Aniku thvi gestgjafarnir vildu ekki ad hun missti af neinu). Thetta thotti theim kinversku mjog fyndid og hapunkturinn vard thegar hadegsmaturinn var halfnadur og upp komst ad Oddi sneri prjonunum ofugt. Oddi var ad odrum olostudum langmesti klaufinn med prjonanna. Undir thad sidasta fengum vid tho vestraena gafla og gekk tha motunin mun hradar fyrir sig. I heildina litid var maturinn nokkud godur og var thetta skemmtileg upplifun.

A milli afangastada voru dagar thar sem vid vorum adeins a sjo. Tha var um ad gera ad slappa sem mest af, fara a listaverkauppbod, fara i raektina, leikhus, borda, skella ser i spilavitid og margt fleira. Oddi (Mr. Casino) var mest i Poker (Texas hold'em) og Black-jack. Anika kom einnig nokkrum sinnum vid i spilavitinu i skjoli myrkurs og spiladi Black-jack og er ordin nokkud lunkin i leiknum. Anika (Miss Casino) var farin ad splitta og dobbla a annarri hverri hendi undir lokin. Vid vorum med yngra folkinu um bord en hittum tho fullt af ahugaverdu folki. Skipid er tho ekki alveg eins flott og thad sem sigldi med okkur um karabiska hafid i januar.

Ad lokum endudum vid i Beijing thar sem vid erum nu stodd. Vid vorum mjog bjartsyn i morgun thar sem vid hofdum ekki bokad hotel og leigubilsstjorinn taladi enga ensku. Vid hofdum tho heppnina med okkur ad lokum (og kinversk takn yfir nokkur hotel i Lonely planet ferdabokinni) og fundum laust herbergi eftir ad hafa farid a tvo onnur hotel.

Vid verdum i Beijing i nokkra daga thar sem vid aetlum ad sja Kinamurinn, Forbodnu borgina ofl ahugavert.

Okkur finnst timinn fljuga afram, nu eru adeins taepir 2 manudir thangad til ad vid komum heim en vid eigum eftir ad gera svo mikid thangad til (Kina, Thailand, Laos, Kambodia ofl).

Gefid ykkur lika tima til ad kikja a myndirnar fra Osaka og skemmtiferdarsiglingunni. 

Kvedja,

O og A

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband